Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í ljósmyndun; allt það sem þarf til að byrja að skapa eigin myndir.
Kennt verður þrjú kvöld frá kl. 18.00 – kl. 21.00.
Dagsetningar: 8. apríl, 11. apríl og 15. apríl 2024.
Kennt verður í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, Reykjavík.
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að myndavél sem hefur stillanlegt ljóop og hraða.
Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði eru 10 manns.
Lágmarksfjöldi er 5.
Námskeiðið verður einungis haldið ef tilskilinn fjöldi þátttakenda næst. Falli námskeiðið niður verður þeim sem þegar hafa keypt sig inn á námskeiðið endurgreitt.
Námskeiðsgjald er kr. 39.500.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið í þessa þætti:
- Myndavélar: Skoðaðar mismunandi tegundir stafrænna myndavéla, kostir þeirra og gallar.
- Grunnstillingar: Kennt verður á ljósop, hraða og ljósnæmi.
- Linsur: Nemendur læra að þekkja mismunandi linsur og geta valið hverskonar linsa hentar þeirra nálgun á ljósmyndun.
- Dýptarskerpa: Hvernig nýtir ljósmyndari ljósop til að stjórna dýptarskerpu ljósmynda.
- Myndbygging: Farið er í helstu grundvallaratriði mynduppbyggingar og skoðað hvernig uppbygging myndflatar skiptir máli við myndsköpun.
Fyrirkomulag kennslu: Kennt verður með fyrirlestrum en kennari aðstoðar einnig hvern þátttakanda á námskeiðinu varðandi eigin myndavél og stillingar. Þátttakendur námskeiðsins fá verkefni með sér heim sem þeir vinna á milli kennslukvölda. Farið er yfir þau í kennslustundum. Námsefni: Nemendur fá afhentar útprentaðar fyrirlestraskyggnur.
Kennari á námskeiðinu er Ellen Inga Hannesdóttir Hún hefur langa reynslu af kennslu á ljósmyndanámskeiðum fyrir byrjendur.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðið með því að skrifa póst á ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.
Athugið: Mörg stéttarfélög taka þátt í greiðslu námskeiðsgjalda fyrir félagsmenn sína.
Sótt er um námskeiðið undir flipanum Námskeið á heimasíðu skólans.