Det var umodent, barnslig og uakseptabelt
Hver eru áhrif langvarandi eineltis á einstaklinga? Í tilfelli Lovísu varð hún feimin, félagsfælin með lítið sjálfstraust, brotna og jafnvel brenglaða sjálfsmynd. Þannig fór hún út í lífið eftir síðustu upplifun af einelti í norskum menntaskóla árið 2011. Allar götur síðan hefur hún þráð að vita og skilja hvers vegna hún varð fyrir barðinu á bekkjarbræðrum sínum. Var það eitthvað í fari hennar, útlitið eða eitthvað annað? Hún leitaði svara hjá geranda.
Í verkinu Det var umodent, barnslig og uakseptabelt tekst Lovísa á við eineltið og vangaveltur um eigin sjálfsmynd þar sem hún notast við gamlar skólamyndir frá Noregi. Á sama tíma og hún umbreytir sjálfsmynd síns fyrra sjálfs, finnur hún óvænta huggun og sátt í sínu upprunalega, óbreytta og barnslega sjálfi sem brosir vandræðanlega í myndavélina.
Instagram @lovisafanneya