María Björt – bókverkið Draumar og svefn

Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 taka vinnustofuna Ljósmyndabókin á vormisseri náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.    Arnar Freyr Guðmundsson   vann með nemendum í þeim áfanga og leiðbeindi um gerð bókverks, val efnis og framsetningu en markmið áfangans er einmitt að nemendur vinni eigin hugmynd í drög að bókverki. Kynnist vinnuaðferðum sem hægt er að beita við gerð bókverka og þjálfist í því að afmarka efni, að slípa þráð og skerpa á framsetningu í myndrænni frásögn. Markmiðið er einnig að nemendur kynnist ólíkum leiðum við framsetningu efnis í bókverki og auki við þekkingu á mikilvægi bókverka í samtímalistum.

Skilaverkefni nemenda í þessum áfanga eru fjölbreytt og framsetningin einnig  enda möguleikar í bókverkagerð nánast óþrjótandi.

María Björt ÁrmannsdóttirDraumar og svefn

María segist líta á bókverkið Draumar og svefn sem verk í vinnslu en verkið er afrakstur persónulegrar rannsóknarvinnu sem hún hóf í lok árs 2023. Þar hefur hún meðal annars verið að skoða hvort magn svefns hafi mögulega áhrif á það hversu margar myndir hún tekur yfir daginn. Í ferlinu setti hún sér skýrar vinnureglur, hún skráir hún svefnstundir, skrifar niður drauma sina og tekur sjálfsmynd í upphafi hvers dags.

María gerði handrit að bókinni, prentaði arkirnar út og saumaði hana í höndunum. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferlinu.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna