Nemendur á París Photo hátíðinni

Hefð er fyrir því að ár hvert fari nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 á hátíðina Paris Photo. Sá viðburður er gríðarlega stór ljósmyndahátíð sem haldin er í París í nóvember. 

Á hátíðinni eru gerð skil öllu því sem efst er á baugi í samtímaljósmyndun. Einnig eru fortíðinn gerð skil og verk margra eldri meistara kynnt. Í tengslum við hátíðina  eru einnig haldnir ýmsir aðrir ljósmyndatengdir viðburðir af ólíkum toga. Vert er að nefna til dæmis  Policopies,  Offprint Paris,  og PhotoBook Awards vona rétt til að nefna einhverja af fjölmörgum föstum viðburðum hátíðarinnar.  Raunar má segja að Parísarborg sé, þessa daga sem hátíðin stendur, einn allsherjar vettvangur ljósmyndarinnar og ljósmyndunar. Mörg söfn, gallerí og aðrar listtengdar stofnanir nýta sér þann slagkraft sem fylgir þessari stóru hátíð, Paris Photo enda sækir alla jafnan mikill fjöldi gesta borgina heim af því tilefni.

Á hátíðinni kynnast nemendur víðfeðmum möguleikum listljósmyndunar og sprengja út hugmyndir sínar um ljósmyndun og möguleika miðilsins.

Við heimkomu halda Parísarfarar  bókakynningu fyrir nemendur og starfsfólk skólans og kynna þá það góss sem þau drógu með sér heim úr ferðinni s.s. blöð, tímarit og bækur um ljósmyndun, ljósmyndara og annað tengt.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur