Nemendur ljúka vinnustofunni Portrettseríur

Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 hafa nú í janúar tekið þátt í vinnustofunni Portrettseríur og unnu þar undir handleiðslu Spessa.

Vinnustofur eru hluti náms á báðum námsbrautum en þær eru samstarfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Vinnustofurnar standa  alltaf yfir í afmarkaðan tíma og eru ólíkar að efni og innihaldi. Í vinnustofum  eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni.  

 Í vinnustofunni  Portrettseríur var sjónum beint að portrettseríum og möguleikum þeirra í samtímaljósmyndun. Nemendur unnu verkefni og fengu handleiðslu við það að búa til heildstæða myndaröð af fólki og þjálfun í að beita ýmsum mikilvægum þáttum til að skapa sannfærandi portrettseríu svo sem eins og varðandi það hve val  á myndum og val á sjónarhorni í frásögn skiptir mikilu máli.

Að lokinni yfirferð á verkefnum nemenda í síðastu kennslustund áfangans  var að sjálfsögðu tekin hópmynd eins og hefðin segir til  um.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur