Saga Sigurþórsdóttir – Untitled

Við lok náms á Námsbraut í  skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfanga sem nefnist Lokaverkefni. Þar er markmiðið að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með eina af hugmyndum sínum.

Nemendur velja eitt af skilaverkefnum námsársins og fá aðstoð við að útfæra það til sýningar á Uppskeruhátíð. Það var Claudia Hausfeld sem vann með nemendum  í áfanganum.

Saga SigurþórsdóttirUntitled

„Untitled er verkefni sem ég vann út frá verki sem ég gerði í  áfanga hjá Einar Fali sem heitir Persónuleg heimildarljósmyndun.

Verkið er um að að komast í sátt við sjálfan sig. Það er unnið út frá minni eigin upplifun á því að vera ósátt með sjálfa mig og finnast erfitt að þykja vænt um mig. Verkið sem ég vann í vinnustofunni Persónuleg heimildarljósmyndun var í raun óður til líkamann míns, og alls sem hann hefur gert fyrir mig. Myndirnar í verkinu eru brot/fragments af myndum og líkamspörtum sem eru síðar settar saman og mynda mynd en stundum getur verið erfitt að sjá hvað brotin sýna.“

Saga setti verkið Untitled upp í stúdíói skólans á Uppskeruhátíðinni og hér má sjá stutt myndband og myndir af verkinu á sýningarstað.

 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur