Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins – Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór?

Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins.

Hluti af námi nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er unnið með eitt meginverkfæri ljósmyndarans ljósið. Nemendur læra þar að lesa í ljós og að beita því við myndatökur, að nota mismunandi ljósgjafa og  blanda saman ólíkum ljósgjöfum.

Áfanginn er í fjórum hlutum og er kenndur af tveimur kennurum auk gestafyrirlesara.

Það er í síðasta hluta áfangans sem nemendur vinna  undir handleiðslu ljósmyndara að þessu samstarfsverkefni með fataverkefni Rauða krossins.

Að þessu sinni var  Yael BC.  leiðbeinandi nemenda í þessum hluta áfangans.

Verkefnið er hópaverkefni og felst í því að nota fatnað frá verslunum Rauða krossins í myndatökum, búa til áhugaverðar myndir sem vekja athygli á verkefninu og inntaki þess. Myndirnar eru í framhaldi notaðar á vegum Rauða krossins til að vekja athygli á verkefninu.

Með fataverkefni Rauða krossins er verið að gefa fötum nýtt líf, endurnýta, sporna við sóun og með því að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.

Öll innkoma af sölu á notuðum fatnaði  í verslunum Rauða krossins fer til góðgerðarmála eða hjálparstarfs á vegum Rauða krossins.

Saga Sigurþórsdóttir, Telma Haraldsdóttir og Ingunn Rós Haraldsdóttir unnu verkefni sem þær nefndu Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? / What do you want to be when you grow old?

„Markmiðið okkar var að búa til hugmynd um aldurslausa tísku. Við völdum tvær eldri dömur sem eru á eftirlaunum og eru góðar vinkonur. Við vildum sýna þær í nýju ljósi, fötum sem þær myndu ekki endilega velja sér sjálfar og sýna að aldur skiptir ekki máli þegar kemur að fatavali. Ein af ástæðunum fyrir því að við vildum velja eldri konur var sú að þessi kynslóð ólst ekki upp við sama aðgang að fötum og við gerum í dag. Endurnýting og viðgerðir á fötumvar partur af daglegu lífi. Í dag hugsum við okkur varla tvisvar um að kaupa eitthvað og henda því daginn eftir.“

Fyrirsæturnar heita: Ingibjörg Lilja Benediktsdóttir og Bára Sólveig Ragnarsdóttir.

_________________________________________

Our goal was to create a concept of ageless fashion. We chose two elderly ladies that are enjoying retirement who have a beautiful friendship. We wanted to show them wearing something they wouldn’t choose for themselves and show that you can wear anything regardless of age. One of the main reasons why we wanted to choose them was because this is a generation that did not grow up with the same access to clothes as we do today. When they were growing up reusing and mending clothes was something normal and a part of living. Whereas today we barely think twice about buying something new and throw it away the next day.

The models are: Ingibjörg Lilja Benediktsdóttir og Bára Sólveig Ragnarsdóttir.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna