Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins.
Hluti af námi nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er unnið með eitt meginverkfæri ljósmyndarans ljósið. Nemendur læra þar að lesa í ljós og að beita því við myndatökur, að nota mismunandi ljósgjafa og blanda saman ólíkum ljósgjöfum.
Áfanginn er í fjórum hlutum og er kenndur af tveimur kennurum auk gestafyrirlesara.
Það er í síðasta hluta áfangans sem nemendur vinna undir handleiðslu ljósmyndara að þessu samstarfsverkefni með fataverkefni Rauða krossins.
Að þessu sinni leiðbeindi Saga Sig. nemendum.
Verkefnið er hópaverkefni og felst í því að nota fatnað frá verslunum Rauða krossins í myndatökum, búa til áhugaverðar myndir sem vekja athygli á verkefninu og inntaki þess. Myndirnar eru svo notaðar á vegum Rauða krossins til að vekja athygli á verkefninu.
Með fataverkefni Rauða krossins er verið að gefa fötum nýtt líf, endurnýta, sporna við sóun og með því að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.
Öll innkoma af sölu á notuðum fatnaði í verslunum Rauða krossins fer til góðgerðarmála eða hjálparstarfs á vegum Rauða krossins.
Harpa Mjöll Þórsdóttir @harpathors, Heiðrún Fivelstad @heidrunfivelstad og Ella Jóns. unnu verkefni sem þær nefndu Kynusli.
KYNUSLI
Hugmyndin að baki myndaseríunni er a fólki megi klæða sig og vera eins og það vill, óháð
kyni, kynhneigð, aldri og öðrum breytum. Með seríunni viljum við brjóta upp normið hvað varðar
fatnað og tjáningu kynjanna. Einnig viljum við undirstrika mikilvægi þess að hafa gaman og að
leika sér með klæðaburð.
Módel
Álfgrímur Aðalsteinsson – @elfgrime
Clifford Rosa – @kliffroza
Guðlaug H. Ólafsdóttir
Sveinn Snær Kristjánsson – @sveinn.s
Tinna Hallgrímsdóttir
Makeup
Hera Rán Bjarkardóttir – @herabjarkarmakeup