Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins – Ungdómsördeyða

Hluti af námi nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er unnið með eitt meginverkfæri ljósmyndarans ljósið. Nemendur læra þar að lesa í ljós og að beita því við myndatökur, að nota mismunandi ljósgjafa og  blanda saman ólíkum ljósgjöfum.

Áfanginn er í fjórum hlutum og er kenndur af tveimur kennurum auk gestafyrirlesara.

Það er í síðasta hluta áfangans sem nemendur vinna  undir handleiðslu ljósmyndara að þessu samstarfsverkefni með fataverkefni Rauða krossins.

Að þessu sinni var  Yael BC.  leiðbeinandi nemenda í þessum hluta áfangans.

Verkefnið er hópaverkefni og felst í því að nota fatnað frá verslunum Rauða krossins í myndatökum, búa til áhugaverðar myndir sem vekja athygli á verkefninu og inntaki þess. Myndirnar eru í framhaldi notaðar á vegum Rauða krossins til að vekja athygli á verkefninu.

Með fataverkefni Rauða krossins er verið að gefa fötum nýtt líf, endurnýta, sporna við sóun og með því að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.

Öll innkoma af sölu á notuðum fatnaði  í verslunum Rauða krossins fer til góðgerðarmála eða hjálparstarfs á vegum Rauða krossins.

Sara  Sigurðardóttir,  Iris Hadda Jóhannsdóttir og Valdís Benía Valdimarsdóttir

unnu verkefni sem þær nefna Ungdómsördeyða/ Teenage Wasteland/

„Við undirbjuggum verkefnið út frá ákveðnum hugmyndum um hverju við vildum ná fram í myndunum. Höfðum ákveðin orð og hugtök í huga við þann undirbúning;  ungdómur, unglingsár, leikgleði, að vera skapandi, endurnýting, umbreyting á fatnaði, endurnotkun, það að skapa eitthvað nýtt úr notuðum flíkum.“

Fyrisætur eru: Saga Magnúsdóttir, Heiðbrá Sól.

  

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur