Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins – Vistvera.

Samstarf Ljósmyndaskólans og fataverkefnis Rauða krossins.

Hluti af námi nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er unnið með eitt meginverkfæri ljósmyndarans ljósið. Nemendur læra þar að lesa í ljós og að beita því við myndatökur, að nota mismunandi ljósgjafa og  blanda saman ólíkum ljósgjöfum.

Áfanginn er í fjórum hlutum og er kenndur af tveimur kennurum auk gestafyrirlesara.

Það er í síðasta hluta áfangans sem nemendur vinna  undir handleiðslu ljósmyndara að þessu samstarfsverkefni með fataverkefni Rauða krossins.

Að þessu sinni leiðbeindi Saga Sig.  nemendum.

Verkefnið er hópaverkefni og felst í því að nota fatnað frá verslunum Rauða krossins í myndatökum, búa til áhugaverðar myndir sem vekja athygli á verkefninu og inntaki þess. Myndirnar eru svo notaðar á vegum Rauða krossins til að vekja athygli á verkefninu.

Með fataverkefni Rauða krossins er verið að gefa fötum nýtt líf, endurnýta, sporna við sóun og með því að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.

Öll innkoma af sölu á notuðum fatnaði  í verslunum Rauða krossins fer til góðgerðarmála eða hjálparstarfs á vegum Rauða krossins.

Hér má sjá afraksturinn frá einum hópi nemenda, þeim Elvu, Ástu og Tinnu og lesa ágrip af hugmyndavinnu þeirra fyrir verkefnið sem þær kusu að kalla Vistvera.

Vistvera.

Tískuiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður heims ekki síst vegna þess hversu mikið af fatnaði er urðaður og brenndur sem hefur gríðarlega slæm áhrif á jörðina. Þegar föt úr náttúrulegum trefjum eins og bómull og silki enda í landfyllingum þá myndasta metangas sem veldur auknum gróðurhúsaáhrifum.

Með aukinni samfélagsábyrgð viljum við hvetja til vistvænna kaupa og lengja tíma fatnaðar.

Við kusum að taka myndirnar í náttúrunni og færa tískuheiminn út í umhverfið og vekja þannig athygli á málefni sem snýr að mengun jarðar af völdum tískuiðnaðarins.

Fyrirsæta:

Kamilla Guðrún Lowen

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur