Hugarástand
Í verkinu Hugarástand notar Sandra Björk mannslíkamann og hreyfingu dansara til að fanga innri átök sem eiga sér stað þegar neikvæðum hugsunum er gefin laus taumur og er leyft að ráða hugarástandi.
Sandra beitir ákveðinni fagurfræði, vinnur með togstreitu á milli andstæðra tilfinninga og endurspeglar sínar eigin tilfinningar með líkamskúlptúrum. Með því að leggja ofan á hverja mynd auka lag sem er vörpun af náttúru staðar sem vekur henni vellíðan, leitast hún við að sleppa tökum af óæskilegum tilfinningum og ná tengingu við eigið sjálf.
Instagram @sandrabjarnastudio