Sandra Björk Bjarnadóttir – Hugarástand

Sandra Björk Bjarnadóttir er ein af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

Hugarástand

Í verkinu Hugarástand notar Sandra Björk mannslíkamann og hreyfingu dansara til að fanga innri átök sem eiga sér stað þegar neikvæðum hugsunum er gefin laus taumur og er leyft að ráða hugarástandi.

Sandra beitir ákveðinni fagurfræði, vinnur með togstreitu á milli andstæðra tilfinninga og endurspeglar sínar eigin tilfinningar með líkamskúlptúrum. Með því að leggja ofan á hverja mynd auka lag sem er vörpun af náttúru staðar sem vekur henni vellíðan, leitast hún við að sleppa tökum af óæskilegum tilfinningum og ná tengingu við eigið sjálf.

Instagram @sandrabjarnastudio

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna