Sýning á útskriftarverkum þeirra nemenda sem útskrifast frá Ljósmyndaskólnaum í desember 2024, stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 5. janúar 2025.
Á sýningatímanum eru útskriftarnemendur með leiðsögn um sýninguna.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Sigríður Hermannsdóttir er ein þeirra sem nú útskrifast frá Ljósmyndakólanum.
Útskriftarverkið hennar nefnist Can I be next?
Eftirfarandi prósi fylgir verkinu:
tvö börn leika sér við hliðin á okkur
mömmur þeirra spjalla
á móti okkur sitja stelpa og strákur
þau kyssast innilega á nokkurra sekúndna fresti
í horninu situr maður
ég finn að hann horfir á okkur
við látum eins og hann sé ekki til
mig langar að segja þér svo margt eftir daginn
en ég veit að þú elskar þögnina
ég sný mér að þér og þú brosir
vá hvað ég þurfti þetta
ég er þreytt
og bið þig um að nudda mig
ég þakka þér fyrir
kyssi þig á kalda kinnina
“Do that again”
“Kiss her for me”
við látum eins og hann sé ekki til
við leiðumst undir vatninu
þú lygnir aftur augunum
leggur höfuðið á harðan bakkann
það dimmir
börnin fara upp úr
parið gengur í sitt hvora áttina
kveðjast með kossi
nú erum það bara við
og maðurinn
sem reynir enn að ná augnsambandi
ég tek fastar í hönd þína
undir vatninu
og þú reisir þig við
eigum við að koma upp úr
við látum eins og hann sé ekki til
eina leiðin er framhjá honum
við horfum hvor á aðra
stöndum upp samtímis
og göngum í átt að horninu
starandi augu fylgja okkur hvert skref
við látum eins og hann sé ekki til
við erum komnar upp tröppurnar
sloppnar
þú tekur létt utan um aðra mjöðmina á mér
við opnuðum skotmarkið
„Hey girls, can I be next“
/sr.