Síðasti áfangi námsins á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 kallast Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu. Claudia Hausfeld sem leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni.
Sigríður Hermannsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 sótti innblástur í viðfangsefni Lokaverkefnis til annars verks sem hún vann fyrr á vorönn í vinnustofunni Persónuleg heimildaljósmyndun. Þar unnu nemendur undir handleiðslu Einars Fals Ingólfssonar
Sigríður segir um verkið The dictionary of falling in love for the first time (with the right person):
Ég get ekki fundið orð til þess að lýsa því hvernig mér líður gagnvart henni, en með þessu verki er ég að reyna það. Verkið samanstendur af orðum, textum og ljósmyndum sem tengjast því að vera ástfangin í fyrsta skipti af réttri manneskju. Þetta er í raun orðabók og ástarbréf á sama tíma.
/sr.