Skeifan og Vogar – Aðferðir við listsköpun – nemendur í vettvangsferð með Spessa.

Einn áfanga á vormisseri hjá nemendum á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er Aðferðir við listsköpun.

Í áfanganum er áhersla einkum á að nemendur tileinki sér vinnubrögð við rannsóknarvinnu. Fá nemendur úthlutað svæði í Reykjavíkt til að vinna með og verkefni þeirra er að vinna rannsóknarverkefni undir handleiðslu kennara. Að þessu sinni voru það svæðin Skeifan og Vogahverfið sem urðu fyrir valinu. Þar er blönduð byggð af allskonar og fjölbreytt starfssemi sem spennandi er að skoða.

Það er Spessi sem kennir þennan hluta áfangans.

Hópurinn ver hluta kennslutíma á staðnum með kennara þar sem spáð og spegúlerað er í mögulegum viðgangsefnum hópsins, spjallað við fólk, drukkið kaffi og allt það sem þarf til að taka inn anda hverfisins.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur