Aðstaða

Markmið skólans hefur frá upphafi verið að bjóða upp á aðstöðu sem jafnast á við það sem best gerist í sambærilegu námi erlendis

Það er stefna skólans að bjóða upp á besta mögulega tækjakost í vel útbúnu og sérhönnuðu húsnæði.

Nemendur hafa afnot af góðri vinnuaðstöðu í rúmgóðu húsnæði. Þar er fyrirlestrasalur, framköllunarherbergi með aðstöðu fyrir svarthvíta filmuframköllun, stórt myrkraherbergi með aðstöðu til að stækka filmur frá 35mm og upp í 4×5” blaðfilmu. Til staðar er rúmgott myndvinnslusvæði og frágangssvæði með skurðarhnífum, ljósaborði til skoðunar á filmum og ýmis búnaður sem nauðsynlegur er til fullnaðarfrágangs á myndefni. Í myndveri  (stúdíó) nemenda er allur búnaður til að að vinna með margskonar gerðir lýsinga. Tölvuver nemenda er vel búið tölvum til myndvinnslu ásamt skanna, prentara og öðrum tilheyrandi tölvubúnaði. Að auki fylgir aðstöðu nemenda bókasafn, setustofa og kaffiaðstaða. Hver nemandi fær úthlutað plássi í geymsluskáp.

Nemendur fá lykil og geta nýtt sér verkstæði skólans og vinnuaðstöðu hvenær sem er utnan skólatíma á meðan á námi stendur.  

Nemendum stendur til boða að fá lánaðar ýmsar gerðir myndavéla og annan tækjabúnað sem nýtist þeim við úrlausnir verkefna. Ennfremur hafa þeir aðgang að stóru bókasafni um ljósmyndara, ljósmyndun og aðrar sjónlistir sem nýtist þeim við hverskonar verkefnavinnu.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur