Steinar Gíslason – Hvaða bull er þetta?

Steinar Gíslason er einn af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

Hvaða bull er þetta?

Hvaða bull er þetta? er tilraun til að varpa ljósi á kvenfyrirlitningu sem virðist vera ríkjandi í íslenskri tungu. Þar er Steinar að glíma við hin ýmsu slangurorð sem öll eiga það sameiginlegt að vera niðurlægjandi í garð kvenna. Orðin hefur hann fundið í ýmsum textum og bókum eins og Óorð, bókin um vond íslensk orð og Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Þar sem slangurorð eru mjög myndauðug reynir Steinar að snúa orðunum á haus með myndrænum hætti. Á ljósmyndunum á sér stað einhvers konar afbökun þar sem fléttað er saman andstæðum og fjarstæðum til að vekja upp tilfinningu fyrir orðunum. Fáránleiki myndanna endurspeglar í raun fáránleika orðanna sem öll eiga það sammerkt að vera lituð af viðhorfum feðraveldis.

Instagram

@steinar_photography

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur