Steinar Gíslason – Tímamörk

 

Verkið Tímamörk er lokaverkefni Steinars Gíslasonar af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Í lok hverrar vorannar velja nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 sér eitt af verkefnum vetrarins og fá aðstoð við það að vinna það verkefni áfram. Í lok þeirrar vinnutarnar er haldin Uppskeruhátíð og sett upp sýning á verkefnum nemenda.

Það var Katrín Elvarsdóttir sem að þessu sinni aðstoðaði nemendur á þeim lokaspretti.

Steinar Gíslason er einn þeirra sem nú útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmynun 1. Hann valdi að vinna áfram verkefnið Tímamörk sem hann hefur verið að gera tilraunir með í vetur.

Myndirnar sem hann birtir hér eru skotnar á „medium format“ filmu og voru skilaverkefni hans í áfanganum Vinnustofur, Að þróa persónulegt myndmál hjá Hallgerði Hallgrímsdóttur á vorönn. Þar endurgerði Steinar hinsvegar stafrænar myndir sem voru skilaverkefni hans í áfanganum Aðferðir við listsköpun, 1. hluti, á haustönn. Í þeim áfanga unnu nemendur undir handleiðslu Spessa.

Steinar segir þetta um verkið:

Tímamörk eru 6 myndir af ryðguðum og veðruðum mörkum.
Mörkin finnst mér áhugavert myndefni því ég lít á þau sem merki um gamla tíma, eitthvað sem eitt sinn var og er ekki lengur. Öll þau mörk sem ég skoðaði eru sjaldan notuð, enda sá ég aldrei nein börn að leik í öll þau skipti sem ég kannaði þessa staði. Ástæðan er að öllum líkindum sú að í flestum grunnskólum landsins er löngu búið að setja upp teppalagða KSÍ velli sem þykja eflaust hentugari til fótboltaiðkunar.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna