Svipmyndir frá sýningaropnun á útskriftarverkum

Kaffi, dulkóði, ísaumur og fangaklefi sem verður að myndavél eru meðal viðgangsefna í verkum útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans.

Þann 16. desember sl. opnaði sýning á útskriftarverkum þeirra níu nemenda sem nú ljúka námi frá skólanum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Opnunin var fjölsótt og þar ríkti gleði og gaman eins og vera ber.

Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans eru: Dagný Skúladóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Guðný Maren Valsdóttir, Guðrún Sif Ólsdóttir, Lovísa Fanney Árnadóttir, Kristín Ásta Kristinsdóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir, Sóley Þorvaldsdóttir og Steinar Gíslason.

Útskriftarverk þessara níu nemenda eru afar fjölbreytt. Þar er meðal annars fjallað um hvernig hægt er að flétta sögu úr minningum annarra, loftlagssorg, einelti, kvennaklefann og líkamstjáningu. Verkin endurspegla gróskuna í samtímaljósmyndun í dag og þá margvíslegu möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Sýningin er í Ljósmyndasafni Íslands, á 6. hæð í Grófarhúsi við Tryggvagötu 15 og stendur til 8. janúar 2023.

Aðgangur er ókeypis.

Á sýningartímanum verður boðið upp á leiðsagnir nemenda um sýninguna. Þær leiðsagnir verða auglýstar á miðlum Ljósmyndasafns og Ljósmyndaskólans.

 

    

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna