Sýning á verkum útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 18.12.2021 – 09.01.2022

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 18.12.2021 – 09.01.2022

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opnar  þann 18. desember 2021 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Að þessu sinni útskrifast 8 nemendur frá Ljósmyndaskólanum. Útskriftarverk þeirra eru fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Þau takast þar á við margvísleg viðfangsefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Endurspegla verkin á sýningunni þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum.

Vegna samkomutakmarkana verður ekki um formlega opnun að ræða og er fyrsti opnunardagur sérstaklega hugsaður fyrir sýnendur, samnemendur, vini og vandamenn. Aðrir boðsgestir eru beðnir um að bíða með að koma á sýninguna þar til síðar á sýningartímabilinu. Sýningin er öllum opin frá og með 19. desember.

Sýningin stendur frá 18. desember 2021 til 9. janúar 2022.

Aðgangur er ókeypis

Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir.

Kynningarmynd:

Hildur Örlygsdóttir/Litróf

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að virða sóttvarnarareglur.

_______________________________________________________________

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er við Tryggvagötu 15, Grófarhúsi, á 6. hæð fyrir ofan Borgarbókasafn Reykjavíkur.

Opnunartími:

MÁN-FIM 10:00 –  18:00

FÖS 11:00 -18:00

HELGAR 13:00 – 17:00

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur