Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2019

Opnun: 11. janúar 2019
Staðsetning : Ljósmyndaskólinn

Föstudaginn þann 11. janúar, kl. 17.00 opnaði útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6.

Að þessu sinni útskrifuðust 6 nemendur frá skólanum úr fimm anna námi í skapandi ljósmyndun; Ásgeir Pétursson, Helga Laufey Ásgeirsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Kamil Grygo, Sonja Margrét Ólafsdóttir og Þórsteinn Sigurðsson.

Öll nota útskriftarnemendurnir ljósmyndamiðilinn á persónulegan máta og takast á við ólík málefni í verkum sínum út frá mismunandi forsendum og fagurfræði. Kallast útskriftarverkefnin þannig á við gróskuna sem greina má í samtímaljósmyndun um þessar mundir.

Meðal viðfangsefna útskriftarnemenda er myndaröð frá yfirgefinni verstöð Færeyinga á Gænlandi og varpað ljósi á aðstæður og fólkið sem þar vann, í annarri er tekist á við hvernig kynhneigð getur verið á rófi og gagnstætt þeirri ímynd sem ríkir um samkynhneigða karlmenn. Í einu verkinu eru skoðuð áhrif fegurðarstaðla og útlitsdýrkunar vestrænna heimsins sem birtist á samfélagsmiðlum og hvernig þeir staðlar eru tæki til að stjórna meðal annars eigin birtingarmynd. Í einu verkanna er persónuleg reynsla og upplifun af því að vera innflytjandi á Íslandi túlkuð og í öðru er skoðað hvernig líf einstaklinga mótast af þeim stað sem þeir alast upp á og hvernig staður tengir fjölskyldu saman. Eitt verkefnið er útfært sem bókverk og þar gefin innsýn í líf hóps af ungu fólki í Reykjavík á tveimur tímaskeiðum.

Myndir frá sýningu

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna