Föstudaginn þann 10. janúar 2020 opnaði útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6.
Að þessu sinni útskrifuðust 6 nemendur úr diplómanámi af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Það voru þau Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Ívar Örn Helgason og Linda Björk Sigruðardóttir.
Viðfangsefni og aðferðir nemenda sem þau beittu í útskriftarverkefnunum spannaði breitt svið og glöggt mátti sjá að þau tókust þar á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði.
Á veggjum sýningarsalarins má sjá verkið 12 vikur, svarthvítar ljóðrænar ljósmyndir þar sem tjáð á einlægan og tilfinningaþrunginn hátt sorgarferli eftir fósturmissi. Einnig verkið Þúsund ára sveitaþorp; blákalda skrásetningu á hnignun sveitaþorps sem eitt sinn var blómstrandi kartöflustórveldi. Úr íslenskum veruleika er farið yfir í The Bunny Diaries; sviðsettar senur úr sögu um konu sem dreymir um blóðuga hefnd. Manngert landslag; einhverskonar minjar um tilvitst mannsins er umfjöllunarefni í verkinu Svæði og í Put all our Treasures Together er settur fram fjársjóður mynda sem safnaðist saman á rótlausu flakki listakonunnar, brot út daglegu lífi hennar. Í verkinu Stráðu salti á mig verður áhorfandinn að vitni að samtali ljósmyndara við minningar sínar og hvernig hún reynir að takast á við sársaukafullt áfall.
Myndir af sýningu tók Ívar Örn Helgason.