Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2023

Opnun: 14. janúar 2024
Staðsetning : Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans var haldin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, – Grófarsal. Stóð sýningin frá 15. desember 2023 til 14. janúar 2024.

Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans var haldin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, – Grófarsal. Stóð sýningin frá 15. desember 2023 til 14. janúar 2024. 

Uppsetning á sýningu á útskriftarverkum nemenda markar lok náms þeirra við Ljósmyndaskólans en þau luku þar með 5 anna námi og útskifuðust með diplómu í skapandi ljósmyndun.

Fjölbreytni í útsriftarverkum nemenda var mikil og sönnuðu viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Þar tókust þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði.  Framsetning var á ýmsu formi en á sýningunni mátti sjá bókverk, videóverk, skúlptúra, klippiverk, innsetningar í bland við prent sem hengd voru á vegg.

Verkin á sýningunni endurspegluðu gróskuna í samtímasljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Útskriftarnemendur:

Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Grace Claiborn Barbörudóttir, Harpa Thors, Heiðrún Fivelstad, Helgi Vignir Bragason og Natasha Harris.

Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir

Myndir af sýningu tók Marinó Flóvent

Myndir frá sýningu

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna