Takk fyrir komuna á sýningu á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans.

Sýningu á útskriftarverkefnum nemenda Ljósmyndaskólans sem haldin var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, lauk þann 8. janúar síðastliðinn.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á sýningarstað á meðan sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans stóð yfir. Sýningin var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur – Grófarsal og stóð frá 16. desmber – 8. janúar.

Útskriftarverk nemenda voru fjölbreytt og kristallast þar gróska samtímaljósmyndunar og margvíslegir möguleikar miðilsins. Dullkóði, ísaumur og fangaklefi sem verður að myndavél, kvennaklefinn, líkamstjáning og tungumálið voru meðal viðfangsefna nemenda. Einnig var umfjöllunarefnið það hvernig hægt er að flétta sögu úr minningum annarra, að eiga við loftlagssorg, að gera upp einelti. Verkin endurspegla gróskuna í samtímaljósmyndun í dag og þá margvíslegu möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast. 

Sýning var fjölsótt og við þökkum öllum þeim sem komu; bæði þeim sem komu á eigin vegum eða á auglýstar leiðsagnir nemenda á sýningartímanum.

Við sýningarlok útskrifuðust svo þessir 9 nemendur sem áttu verk á sýningunni, með diplómu í skapandi ljósmyndun. Það voru þau: Dagný Skúladóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Guðrún Sif Ólafsdóttir, Guðný Maren Valsdóttir, Lovísa Fanney Árnadóttir, Kristín Ásta Kristinsdóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir, Steinar Gíslason og Sóley Þorvaldsdóttir.

Ljósmyndaskólinn býður upp á diplómanám á námsbrautum í skapandi ljósmyndun. Í náminu blandast saman listrænir og tæknilegir þættir og kappkostað er að á námstímanum nái nemendur tökum á tæknilegum þáttum ljósmyndunar ásamt því að verða færir um að setja fram sjálfstæð myndverk og að vinna sjálfstætt að myndsköpun. 

Myndir í færslu tók Marinó Flóvent

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna