Takk fyrir komuna á Uppskeruhátíð 2022!

Helgina 14. – 15. maí var hin árlega Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans og að þessu sinni var unnt að bjóða gestum að koma inn í skólann til að skoða afrakstur vinnu nemenda þetta námsár.

Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 sýndu möppur sínar sem þau unnu undir handleiðslu Sadie Cornette Cook í einum hluta áfangans Að lifa af í listheiminum.

Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 sýndu verkefni sem þau unnu í áfanganum Lokaverkefni undir handleiðslu Claudiu Hausfeld. Í þeim áfanga velja nemendur eitt af verkefnum sem þau hafa unnið á námstímanum og vinna það áfram til sýningar á Uppskeruhátíð.

Nemendur voru á staðnum á Uppskeruhátíð og veittu leiðsögn um verkin, spjölluðu við gesti og heitt var á könnunni.

Fjöldi gesta sótti skólann heim þessa helgi og almenn gleði ríkti í bænum.

Við þökkum ykkur öllum hjartanlega fyrir komuna.

Umfjöllunarefni nemenda voru af ólíkum toga en næstu daga munum við birta færslur hér á heimasíðunni og þar sem verkum nemenda á Uppskeruhátíð eru gerð skil.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna