Telma Haraldsdóttir – Mín arfleifð.

Við lok náms á Námsbraut í  skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfanga sem nefnist Lokaverkefni. Þar er markmiðið að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með eina af hugmyndum sínum.

Nemendur velja eitt af skilaverkefnum námsársins og fá aðstoð við að útfæra það til sýningar á Uppskeruhátíð. Það var Claudia Hausfeld sem vann með nemendum  í áfanganum.

Telma Haraldsdóttir – Mín arfleifð

Verkið Mín arfleifð er sjálfsmynd og fjallar um erfðir. Höfundur hefur verið að rýna í eigin erfðir; bæði hlutina sem við erfum sem og genin eða persónueiginleikana sem við fáum í vöggugjöf.

Uppsetningin er vísun til greftrunarsiða þar sem ýmsum hlutum er raðað í kringum fólk. Allir hlutirnir í kringum Innhverfakonuna eru partur af söfnunaráráttu höfundar og eru keyptir, fundnir og útbúnir af honum. Orðin á verkinu eru handsaumuð og eru tekin úr minningargrein fjölskyldumeðlims. Þau endurspegla eiginleika sem eru algengir innan fjölskyldunnar. 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur