Þær eru útskrifaðar!

Föstudaginn þann 3. janúar útskrifuðust 4 nemendur af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 í Ljósmyndaskólanum. 

Það voru þær; Ingunn Haraldsdóttir, Maria Ármanns., Sigríður Hermannsdóttir og Vala Agnes Oddsdóttir

Athöfnin fór fram í Ljósmyndasafni Reykjavíkur að viðstöddum ættingum og vinum útskriftarnemenda en sýning á útskriftarverkum þeirra stóð yfir í safninu frá 13. desember til 5. janúar.

Fögnuður var ríkjandi eins og vera ber, flutt voru ávörp og skálað.

Við óskum þessum fjóru nýútskrifu listamönnum hjartanlega til hamingju með áfangann, þökkum þeim samfylgdina hér í Ljósmyndaskólanum og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Við væntum þess að þær muni láta að sér kveða á vettvangi samtímasljósmyndunar og að við munum sjá mikið af verkum þeirra á komandi tímum. Þær hafa allt til að bera til að láta til sín taka.

Húrra fyrir því og þeim!

Hér má sjá myndir af útskriftarhópnum eftir útskriftarathöfnina

Myndir með færslu tók @kristin_asta_

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur