Þau eru útskrifuð!

Þann 5. janúar sl. útskrifuðust 6 nemendur af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2, Ljósmyndaskólanum.

Það voru þau; Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Grace Claiborn Barbörudóttir, Harpa Thors, Heiðrún Fivelstad, Helgi Vignir Bragason og Natasha Harris.

Athöfnin fór fram í Ljósmyndasafni Reykjavíkur að viðstöddum ættingum og vinum útskriftarnemenda en þar stóð þá sýning á útskriftarverkum þeirra. Gleði og kátína einkenndi stundina eins og vera ber, flutt voru ávörp og skálað.

Við óskum þessum sex nýútskrifu listamönnum hjartanlega til hamingju með áfangann, þökkum þeim samfylgdina hér í Ljósmyndaskólanum. Við erum sannfærð um að við munum sjá mikið af þeim og verkum þeirra á komandi tímum. Þau hafa allt til að bera til að láta til sín taka á vettvangi samtímaljósmyndunar. Húrra fyrir því!

Hér má sjá myndir af útskriftarhópnum eftir útskriftarathöfnina en á myndina vantar Natöshu Harris.

Myndir með færslu tók @kristin_asta_

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur