Þann 6. janúar útskrifðuðust 8 nemendur frá Ljósmyndaskólanum
Það voru þau: Anna Schlechter, Berglind Ýr Jónasdóttir, Eyrún Haddý Högnadóttir, Gunnhildur Helga Katrínardóttir, Hendrikka Zimsen, Hildur Örlygssdóttir, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir og Viktor Steinar Þorvaldsson.
Þessir nemendur luku þar með 150 eininga diplómanámi í skapandi ljósmyndun.
Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim gæfu og gengis í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Vonum sannarlega að þau haldi áfram að rækta garð sinn innan samtímaljósmyndunar og að við eigum eftir að sjá mikið til þeirra og verka þeirra á komandi árum.
Ekki áttu allir nemendur þess kost að vera við útskrift í Grófarsal Ljósmyndasafnsins að þessu sinni en athöfninni var streymt.
Hér í myndagalleríinu fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af útskriftarnemendum og svo af verkum þeirra í sal. Verkin eru fjölbreytt að uppleggi og útfærslum; þarna getur að líta innsetningar, videóverk, afrakstur gjörnings og myndaraðir svo nokkuð sé nefnt.
/sr