Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur um nám í skapandi ljósmyndun fyrir skólaárið 2021-2022 hefur verið framlengdur til 5. júlí
Share on facebook
Share on twitter

Rangar dagsetningar varðandi umsóknarfrest birtust í auglýsingum skólans á samfélagsmiðlum og hefur því verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest um einn mánuð eða til 5. júlí næstkomandi. Boð í viðtöl geta því einnig tafist á meðan verið er að vinna úr umsóknum. Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum en hlökkum til að hitta ykkur sem boðuð verða í viðtöl og vonandi taka á móti ykkur sem nýjum nemendum í haust. Gleðilegt sumar!

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Umsóknarfrestur rennur út 5. júlí