Umsóknarfrestur um skólavist næsta skólaár er til 25. maí 2022.
Allar upplýsingar um námið og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu skólans.
Inntökuferlið er í þremur þrepum
1. Umsókn. Sótt er um skólavist af heimasíðu skólans. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjenda:
a) Fullt nafn, heimilisfang, kt. og símanúmer
b) Nám, gráður og fyrri störf og tímabil
c) Stutt lýsing á því af hverju þú vilt læra ljósmyndun
d) Hvað hyggst þú fyrir með námi þínu í ljósmyndun
e) Hverskonar ljósmyndun hefur þú mestan áhuga á?
f) Hverjir eru helstu kostir þínir?
Athugið að hægt er að skila inn ítarlegri útfærslu á svörum við þessum spurningum í sér kynningarbréfi og hengja pdf af því við umsóknina. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á skólavist.
2. Mappa. Umsóknum skal fylgja mappa með verkum eða önnur verk sem endurspegla skapandi áherslur umsækjanda. Hægt er að senda möppu rafrænt í viðhengi við umsóknarform af heimasíðu. Gætið að því að mappa sé ætið vel merkt viðkomandi umsækjanda með nafni, símanúmeri og netfangi. Einnig er hægt að hengja við umsókn slóð á heimasíðu, útgefið efni eða annað efni á stafrænu formi sem umsækjandi kýs að láta fylgja umsókn og getur styrkt hana.
3. Viðtal. Í umsóknarferlinu verður umsækjandi boðaður í viðtal til skólastjórnenda. Þar er meðal annars leitast við að meta hvernig námið við skólann muni henta umsækjanda og markmiðum hans.
Umsóknin, viðtalið og mappan eða þau verk önnur sem umsækjandi leggur fram, liggja til grundvallar mati á því hvort umsækjanda verður veitt skólavist í Ljósmyndaskólanum.
Velkomið er að hringja í okkur ef að spurningar vakna varðandi, skólann, námið inntökuferlið eða annað sem því tengist.
Sími:5620623
Netfang: ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is