Uppskeruhátið Ljósmyndaskólans var haldin dagana 12. – 14. maí en þá sýndu nemendur Ljósmyndaskólans afrakstur af vinnu vetrarins.
Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 1 sýndu lokaverkefni sín; útskriftarverkefni af námsbrautinni. Verkefnin voru ólík og framsetning þeirra einnig. Þar voru t.d. bókverk, innsetningar og verk á vegg. Það var Claudia Hausfeld sem leiðbeindi nemendum í áfanganum.
Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 sýndu bókverk og möppur sem þau unnu þetta námsár í ýmsum áföngum.
Margir komu við á Hólmaslóðinni nutu Uppseruhátíðar og fögnuðu með nemendum.
Takk fyrir komuna.
Myndirnar með færslunni tók Kristín Ásta Kristinsdóttir
/sr.