Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2024

Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans var haldin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, – Grófarsal. Stóð sýningin frá 13. desember 2024 til 5. janúar 2025. 

Uppsetning á sýningu á útskriftarverkum nemenda markar lok náms nemenda við Ljósmyndaskólans en þessi hópur nemenda hafði þá lokið 5 anna námi við skólann. Útskifuðust þær með diplómu í skapandi ljósmyndun.

Fjölbreytni í útsriftarverkum nemenda var mikil og sönnuðu viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. Þar tókust þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði.  Framsetning var á ýmsu formi en sýningin samanstóð af prentum sem hengd voru á vegg ýmist í römmum eða án ramma og svo var vidéóverk hluti af einu verkinu.

Í sal voru einnig til sýnis bókverk útskriftarnemenda frá ýmsum stigum í náminu og þar hægt í mögum tilfellum að sjá vísi að fyrstu hugmyndum að viðfangsefni og efnistökum lokaverkefnis. Margt tekur þó breytingum í vinnsluferlinu eins og vera ber.

Verkin á sýningunni endurspegluðu sannarlega gróskuna í samtímasljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.

Útskriftarnemendur:

 Ingunn HaraldsdóttirMaria Ármanns.Sigríður Hermannsdóttir og Vala Agnes Oddsdóttir

SýningarstjóriKatrín Elvarsdóttir

Myndir af sýningu tók Kristín Ásta Kristinsdóttir

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur