Vá! Kona!? – Telma Har í Listasal Mosfellsbæjar

Vá! Kona!? er sýning Telmu Har í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af ljósmyndum og er viðfangsefnið vangaveltur um konur og birtingarmynd þeirra í þjóðsögum. Mikið af fornum hugmyndum um konur í þjóðsögunum eru enn til staðar í dag. Þjóðsögur endurspegla gildi þess samfélags sem þær eru sprottnar úr og höfðu áður ekki bara þann tilgang að skemmta heldur einnig að leiðbeina og fræða. Úr sögunum má lesa að kvenpersónur eru oft táknmynd ógnar sem steðjar að körlum, þegar konum gert að fylgja viðmiðum karla um að virða samfélagsskipan stéttar og kyns og er eindregið bannað að breyta stöðu sinni. Verkin á sýningunni eru leið til að túlka þessa birtingarmynd kvenna í þjóðsögunum og notar Telma sjálfan sig sem hálfgerða gínu, býr til sögupersónu til að endurspegla þessa túlkun. Samhliða þessu hefur Telma verið að rýna í arfleifðina, ekki eingöngu hlutina sem við erfum heldur einnig útlitseiginleika, persónueiginleika, áföll og allt sem því fylgir.  

Titill sýningarinnar er leikur að orðinu Vá sem við notum í daglegu tali til að tjá hrifningu okkar á einhverju en raunveruleg merking þess er hætta, ógn eða eitthvað vont. Vá! Kona?! er bein skírskotun í þá ógn sem talað er um í þjóðsögunum.  

Telma Har (f.1985) býr og starfar í Reykjavík. Hún stundar nám við Ljósmyndaskólan.

Verk Telmu hafa verið sýnd víða á Íslandi og erlendis.   

Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar stendur til 14. mars.

Þann 22. febrúar ætlar Telma að vera á staðnum frá kl. 14.30 og halda áfram að vinna að Undrakonunni ófullgerðu.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur