Vala Agnes Oddsdóttir – 24.4.23

Við lok náms á Námsbraut í  skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfanga sem nefnist Lokaverkefni. Þar er markmiðið að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með eina af hugmyndum sínum.

Nemendur velja eitt af skilaverkefnum námsársins og fá aðstoð við að útfæra það til sýningar á Uppskeruhátíð. Það var Claudia Hausfeld sem vann með nemendum  í áfanganum.

 

Vala Agnes Oddsdóttir – 24.4.23

Í verkinu 24.4.23. leitast ég við að túlka djúpa persónulega upplifun af áfalli með sjálfsmynd. Að veita áhorfandanum  innsýni inn í  tilfinningar og varnarleysi djúpstæðrar sorgar. 

Verkið er unnin út frá deginum 24.4.23 sem er afmælisdagurinn minn, þann dag upplifði ég mikla sorg.

Þann dag missti ég barnsföður skyndilega, sonur minn varð þá föðurlaus og allar þær áætlanir  sem þeir áttu saman um framtíðina að engu orðnar á augabragði.

Ég fékk líka fréttir frá vinnuveitanda mínum um að fyrirtækið sem ég vann hjá væri orðið gjaldþrota; ég því búin að missa vinnuna sem var mitt ævintýri.

Sjálfsmyndin er tekin í svörtu stúdíói með bláa birtu í bakgrunni, hún táknar þann harm, sem er viðfangsefni myndarinnar. Í myndatökunni held ég á bláum gel plöstum fyrir framan andlitið, sem tákna sorgina sem bærist innra með mér. Unnið var með ljós og skugga í myndatökunni. Blár er ríkjandi litur með hvítu og svörtu og undirstrika litirnir persónulegt ferli mitt í sorginni. Samspilið á bláa ljósinu sem gefur dapurlegt yfirbragð og bláa gelinu sem myndar vegg á milli mín og hins ytri heims endurspeglar að ég er í einnig í einhverskonar mistri.

Ljóð sem ég samdi um þennan dag, streymir að ofan og niður ljósmyndina eins og stjörnuhrap frá himni.

Verkið 24.4. 23 er er ein mynd, 70×100 að stærð uppsett í svartan ramma með gleri.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna