Verkefnaskil í vinnustofunni Persónuleg heimildaljósmyndun

Á námstímanum taka nemendur þátt í vinnustofum en þar vinna þeir undir handleiðslu ljósmyndara og annarra listamanna að tilteknum verkefnum í afmarkaðan tíma. Í lok hverrar vinnustofu er yfirferð á verkefnum nemenda.

Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 luku þann 29. apríl, vinnustofunni Persónuleg heimildaljósmyndun en þar unnu þau undir handleiðslu Einars Fals Ingólfssonar.

Markmið vinnustofunnar er fyrst og frremt að kynna nemendum aðferðir við persónulega heimildaljósmyndun og að beita þeim aðferðum við eigin listsköpun. Á tímanum sem vinnustofan stóð unnu nemendur persónulegt heimildaverk út frá sjálfum sér eða nærumhverfi sínu. 

Viðfangsefni nemenda voru fjölbreytt og nálgun þeirra mismunandi; myndrænar dagbókarskrásetningar eigin lífs og annarra nákominna, augnablik úr fjölskyldulífinu, matur og verk tengd mat í 14 daga, hugleiðingar um listina og listsköpun, svo fátt eitt sé talið.

Skilaverkefnin voru einkar fjölbreytt og auk prenta á vegg, bókverka og videóverks voru innsetningar sem samanstóðu af ljósmyndum, munum og mat svo nokkuð sé nefnt.

 Í yfirferð er rætt um verkin og nemendur segja frá því, hugmyndinni að baki, vinnuferlinu og rökstyðja val mynda og framsetningarmáta.

Hér má sjá nokkrar myndir frá yfirferð dagsins á skilaverkefnum í áfanganum.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna