Vinnustofa – Að vinna með safn

Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 eru nú í óða önn að undirbúa skil og yfirferð í vinnustofuáfanganum Að vinna með safn.

Þar hafa þau unnið undir handleiðslu Unnars Arnar Auðarsonar og viðfangsefnið er að vinna með safn mynda sem þegar er til orðið. Nálgun nemenda á það verkefni og útfærsla eru með ýmsu móti; sumir vinna með myndasafn fjölskyldunnar frá ýmsum tíma, aðrir með ýmislegt fundið efni. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Hægt er t.d. að skanna og vinna myndir með stafrænni myndvinnslu, prenta, sauma, mála og að beita ýmsum annarskonar skapandi nálgunum á viðfangsefnið.

Myndir með færslu tók Kristina Petra. Hún er ein af útskrifuðum nemendum skólans og hefur frá útskrift haft ljósmyndun að starfsvettvangi.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur