Yfirferð á útskriftarverkefnum nemenda

 

Umfangsmesti áfanginn á síðustu önn náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 er Sjálfstæð verkefnavinna. Markmið áfangans er að nemandi vinni og skili fullbúnu verki á samsýningu nemenda í lok haustannar. Velur nemandi sér leið að lokaverkefni innan ramma skapandi ljósmyndunar og vinnur að verkefninu undir handleiðslu umsjónarkennara áfangans sem er að þessu sinni Katrín Elvarsdóttir. Eins fá  nemendur  aðstoð við verkefnið frá utanaðkomandi einstaklingum, leiðbeinendum, sem vinna með nemendum yfir afmarkað tímabil áfangans. Nú voru það myndlistarmennirnir  Anna Rún Tryggvadóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir og Haraldur Jónsson sem gengdu því hlutverki.

Um miðbik annar er Yfirferð á lokaverkefnu með rýninefnd skólans. Þá kynna nemendur verkefni sitt, eins og það er statt á þeim tíma, fyrir rýninefndinni, segja frá hugmyndinni og frá tilraunum sínum, útskýra útfærslu og hugmyndir um framsetningu í sýningarrými og fleira. Rýninefndin gefur þá uppbyggilegar ábendingar til nemenda um þessi verkefni í vinnslu og iðulega skapast  líflegar umræður í yfirferð sem eru nemendum gott veganesti á lokasprettinum.

Í rýninefndinni sátu að þessu sinni Birta Guðjónsdóttir, Einar Garibaldi og Pétur Thomsen.

Hér má sjá nokkrar myndir frá Yfirferð á lokaverkefnum með rýninefndinni sem haldin var á dögunum.

 

Myndir með færslu tók einn nemandi á lokaönn, hún Guðný Maren Valsdóttir.

Sýning á útskriftarverkefnum nemenda opnar í Ljósmyndasafni Reykjvíkur þann 16. desember 2022 og stendur hún til 8. janúar 2023.

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur