Yael Bar Cohen

Yael Bar Cohen specializes in portraiture, fashion photography, conceptual art and advertising in the photography and motion picture industry. Originally born in Israel, she completed her degree in Bezalel Art and Design Academy as a fine art photographer in 2014. Her work has been shown at exhibitions in Iceland, Canada, Italy, France and Israel, and has been […]
Stephan Adam

Stephan Adam er franskur ljósmyndari sem býr og starfar á Íslandi. Ljósmyndaskólinn. Diplóma í skapandi ljósmyndun MA í félagsvísindum frá Frakklandi Kennir: Stephan kennir hluta áfangana Svarthvít filmuframköllun og stækkun 1. hluti og 2. hluti. Hann hefur einning umsjón með myrkraherbergi skólans.
Sonja Margrét Ólafsdóttir

Sonja Margrét Ólafsdóttir er með MFA í ljósmyndun frá HDK-Valand, Háskólanum í Gautaborg þar sem hún lauk námi 2023. Áður lærði hún ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og er að auki með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands. Hún býr og starfar á Íslandi. Kennir: Lokaverkefni. Lokaverkefni er síðasti áfangi sem nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun […]
Hildur Eva Valgeirsdóttir

Hildur Eva starfar sem viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari hjá Fastland bókhaldsstofu. Þar aðstoðar hún eigendur við rekstur sinna fyrirtækja frá A-Ö. Hún hefur mikinn áhuga á þróun atvinnumála á Íslandi og fylgist vel með öllu sem kemur að rekstri og starfsmannahaldi. Í Ljósmyndaskólanum kennir Hildur einn hluta áfangans Að lifa af í listheiminum en þar […]
Saga Sig.

Saga Sigurðardóttir lærði ljósmyndun í London og starfaði þar í sjö ár. Nú býr hún í Reykjavík þar sem hún starfar sem ljósmyndari, leikstjóri, myndlistamaður og kennari. Ljósmyndir Sögu hafa verið birtar um allan heim en hún hefur meðal annars unnið fyrir Apple, Nike, Vogue, Dazed and Confused. Hún hefur einnig unnið með listamönnum á […]
Jóna Hlíf Halldórdsdóttir

Jóna Hlíf (f.1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur haldið einkasýningar á viðurkenndum sýningarstöðum, m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og í Listasafninu á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og […]
Steinþór Rafn Matthíasson

Sadie Cornette Cook

Sadie was born in North Carolina. She takes anxious pictures around touch and delicacy, assault and desire. Her work has been published and shown nationally and internationally. Her work is included in books held at MOMA, Yale Haas library, the Tate, and more. Sadie teaches at the School of Visual Arts and the School of […]
Claudia Hausfeld

Claudia Hausfeld (f. 1980, Berlín) fæst að mestu við ljósmyndun, bæði sem efnafræðilegt og vélrænt ferli en líka sem leið til að endurraða veruleikanum, minnka, teygja og færa í nýtt form. Verk hennar dansa á línunni milli hins ímyndaða og raunverulega og skoða muninn á því sem við sjáum og því sem við búumst við […]
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris 1, Panthéon-Sorbonne. Á árunum 2011 – 2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórasarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða. og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum […]