SKRI4RI01 Ritgerðir, heimildanotkun og frágangur ritaðra verkefna

Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum þau grundvallaratriði sem gott er að hafa í huga við textaskrif af ýmsum toga. Farið er yfir uppbyggingu ritgerða, heimildanotkun, heimildatilvísanir og frágang á heimildum í heimildalista. Nemendur hljóta þjálfun í þessum þáttum og þess krafist að þeir beiti vinnubrögðunum við úrlausnir allra skriflegra verkefna, allra áfanga, út námstímann

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa hlotið þjálfun í að skrifa stutta texta um afmarkað efni og náð tökum á því að beita heimildum og ganga frá heimildalista og tilvísunum.

Fyrirlestrar, verkefni: 10 stundir.

Eigin verkefnavinna: 14 stundir.

Námsmat: Verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal: Handbók um ritun og frágang. Mál og menning.
  • Zanot, Francesco&Soth, AlecPing Pong Conversations. Contarasto.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna