SLFM4SM06 Stafræn ljósmyndun, myndvinnsla og umsýsla gagna, 2. hluti

Markmið áfangans er að kafa dýpra í stafræna ljósmyndun og myndvinnslu með myndvinnsluforritum. Nemendur halda áfram að læra á hið stafræna myrkraherbergi og að nota verkfærin sem þar bjóðast við vinnslu myndefnis, flokkun og geymslu. Mikil áhersla er á að nemendur æfi frekar litstýringu, litgreiningu og lagfæringu myndefnis ásamt því að læra betur á notkun þess hugbúnaðar og vélbúnaðar sem til þarf. Einnig er farið ítarlegar yfir ýmis hagnýt atriði varðandi undirbúning myndefnis til prentunar af ólíkum toga, m.a. myndvinnslu fyrir prentun í prentsmiðju. Nemendur kynnast hefðbundnu samskiptaferli við prentsmiðjur.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa gott vald á helstu þáttum stafræna myrkraherbergisins og geta unnið því sem næst sjálfstætt að úrlausn verkefna. Þeir eiga að kunna að geyma og flokka stafrænar myndir með skipulögðum hætti, kunna litstýringu, almenna myndvinnslu svo sem samsetningar og lagfæringar á ljósmyndum. Gert er ráð fyrir að nemendur kunni stafræna útprentun, geti staðið  skil á rafrænum gögnum fyrir ólíka miðla, þekki helstu þætti prentferlisins og geti undirbúið myndefni sitt til mismunandi gerðar prentunar.

Fyrirlestrar, hóptímar, einkatímar, vinna undir handleiðslu: 80 stundir.

Eigin verkefnavinna: 64 stundir.

Námsmat: Próf og verkefni.

Skyldulesefni:

  • Faulkner, Andrew&Chavez, ConradAdobe Photoshop CC, Classroom in a Book. Adobe Press.

Ráðlagt lesefni:

  • Evening, Martin&Schewe, Jeff: Adobe Photoshop CS5 for Photographers; The Ultimate Workshop. Focal Press.
  • Evening, MartinAdobe Photoshop CC for Photographers. Focal Press.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Umsóknarfrestur rennur út 5. júlí