Eyrún Haddý Högnadóttir – Konur í jakkafötum.

Eyrún Haddý Högnadóttir er ein af 8 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2022. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 9. janúar.

Konur í jakkafötum

Í verkinu Konur í jakkafötum veltir Eyrún fyrir sér stöðu kvenna í karllægu vinnuumhverfi og hvað þarf til þess að karlmenn líti á konur sem jafningja. Frá fæðingu eru konur aldar upp við að faglegt útlit þeirra og prúð hegðun sé undirstaða velgengni. Eyrún ólst upp í umhverfi iðnaðarmanna þar sem lítið rými er fyrir kvenlega orku og er verkið byggt á þeirri reynslu. Sjálf hefur hún upplifað að þurfa að klæða sig í karlmennskuna til að tekið sé mark á henni og finnst það verulega íþyngjandi að þurfa ítrekað að leika annað hlutverk til að vera tekin alvarlega.

Verkið samanstendur af ljósmyndum og gjörningi sem Eyrún fremur á opnun sýningarinnar. Að gjörningi loknum eru leifar og ummerki hans til staðar ásamt ljósmyndunum. Eyrún túlkar byrðina á myndrænan hátt í líki steypu þar sem steypa er einangrað, þungt og harðgert efni sem skapar brynju fyrir því áreiti sem fylgir því að vera kona í karllægum heimi.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna