Sóley, Steinar, Guðrún og Lovísa eiga verk á samsýningu í Kína.

Þau Sóley Þorvaldsdóttir, Steinar Gíslason, Lovísa Fanney Árnadóttir og Guðrún Sif Ólafsdóttir eiga verk á samsýningu í Fujian Huaguang Photographic Art Museum í Kína.

 
 

Viðburðurinn nefnist 2nd Quanzhou International Image Biannual – Huaguang Photography Art Museum Quanzhou, China og sýningin hefur yfirskriftina We learn the rules in order to break them. 

Nemendur frá 20 kínverskum skólum eiga þar verk og einnig nemendur frá 50 erlendum ljósmyndaskólum.

Sýningin er  haldin í nýju Ljósmyndasafni sem heitir Fujian Huaguang Photographic Art Museum, borgin er í suður Kína og heitir Quanzhou.

Sýningarstjórar eru Liu Xiaoxia og James Ramer deildarstjóri MFA námsins í Parsons New York.

Á  heimsíðu sýningar má sjá nokkur verk sýnenda og þar eru einnig yfirlitsmyndir frá hluta sýningarrýmisins.

Sýningin hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi og opnun frestast ítrekað vegna faraldurs og tengdra þátta. Sóley, Steinar, Lovísa og Guðrún Sif útskrifuðust öll úr Ljósmyndaskólanum með diplóma í skapandi ljósmyndun í janúar síðastliðinn.

Fjallað hefur verið um verkin sem þau sýna í Kína  fyrr hér á miðlum  skólans en hér fyrir neðan má sjá verkin í sýningarrými í Kína og þar er einnig að finna stutta umfjöllun um verkin.

Áhugasömum er bent á að kynna sér nemendur og verk þeirra en hér fyrir neðan má lesa stutt yfirlit um verk og sjá myndir af sýningarstað í Quanzhou.

 
 
 

 
 
 

Steinar GíslasonTímamörk

Tímamörk er sería af ryðguðum og veðruðum fótboltamörkum sem finna má víðsvegar um landið.Nú á dögum notast flest börn við afgirta og teppalagða KSÍ velli sem finna má á flestum skólalóðum landsins en eins og gefur  að skilja þykja slíkir vellir hentugri til knattspyrnuiðkunar.
 
Það sem vekur athygli mína er a ð gamlir þúfu- og malarvellir fá enn að standa milli húsaþyrpinga þrátt fyrir að vera afar sjaldan notaðir.  Mörkin standa ennþá eins og minnisvarðar eða leifar af gömlum tíma.
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 

Ljósmyndaverkið Jafnvægi er unnið í samstarfi við íslenska náttúru. Guðrún Sif hefur leitað mikið í náttúruna undanfarin ár til þess að skilja betur lífsins dans og hringrás lífsins. Hún hefur leitast við að skilja mikilvægi jafnvægis í lífinu, skilja að andstæður eru oftar en ekki sterkur grundvöllur fyrir það jafnvægi sem er þráð.

Í verkinu sjáum við ís, jökla, vötn, ský, þoku, gras, hraun, steina og fjöll, andstæður sem vinna saman til að reyna halda í jafnvægi náttúrunnar.

 
 
 
 
 
 
 

 

Sóley Þorvaldsdóttir – Fjölskyldumynstur

Minningar eru oft bundnar hlutum, angan og ákveðnum stöðum. Amma hefur búið á sama stað alla mína ævi og ég vildi skrásetja hvernig er umhorfs þar inni.

Þegar ég ljósmyndaði heimilið hennar beindist athygli mín ósjálfrátt að mynstrum. Mynstur, regluleg eða óregluleg, efnisleg eða óáþreifanleg, lýsa á einhvern hátt lífi okkar og verða samvaxin minningum um ævi, stað og tíma.

 
 
 
 
 
 

Lovísa Fanney ÁrnadóttirSnjóflóðavarnargarðar

Flestir gera sér eflaust ekki grein fyrir þeim umfangsmiklu mannvirkjum sem þarf til þess að stöðva eða draga úr krafti snjóflóða.

Snjóflóðavarnargarðar eru áberandi í náttúrunni en einstaklega mikilvæg mannvirki í bæjarfélögum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.

Þrátt fyrir að garðarnir myndi stór sár í landslaginu, er samt sem áður eitthvað við þá sem heillar augað.

Ekki höfum við fengið mynd úr sýningarrými í Kína af verki Lovísu Fanneyjar Árnadóttur – Snjóflóðavarnargarðar en birtum hér eina mynd úr seríunni.

 
 
 
 
 
/sr.
 
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur