Viltu kynna þér það fjölbreytta listnám sem sjálfstæðu listaskólarnir bjóða upp á?

Dagana 16. til 20. febrúar standa Samtök sjálfstæðra listaskóla fyrir kynningardögum en samtökin eru regnhlífarsamtök sjálfstætt starfandi listnámsskóla. Að þessu sinni taka 6 skólar þátt í kynningardögunum en það eru Klassíski listdansskólinn, Myndlistarskólinn í Reykjavík, Söngskólinn í Reykjavík, Kvikmyndaskóli Íslands og Söngskóli Sigurðar Demenz auk Ljósmyndaskólans. Nánar má sjá um samtökin og viðburði hjá einstökum […]
Að vinna með safn

Í janúar og fyrrihluta febrúar hafa nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 unnið undir handleiðslu Berglindar Jónu Hlynsdóttur í áfanganum Að vinna með safn. Nemendur unnu með einhvers konar safn ljósmynda sem þegar var til orðið. Þau leituðu víða fanga og sóttu efniviðinn meðal annars til bernsku sinnar eða í söfn ljósmynda og annars efnis […]
Svipmyndir frá sýningaropnun á útskriftarverkum

Kaffi, dulkóði, ísaumur og fangaklefi sem verður að myndavél eru meðal viðgangsefna í verkum útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans. Þann 16. desember sl. opnaði sýning á útskriftarverkum þeirra níu nemenda sem nú ljúka námi frá skólanum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Opnunin var fjölsótt og þar ríkti gleði og gaman eins og vera ber. Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans eru: Dagný Skúladóttir, Einar […]
Nemendur á París Photo hátíðinni

Hefð er fyrir því að ár hvert fari nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 á hátíðina Paris Photo. Sá viðburður er gríðarlega stór ljósmyndahátíð sem haldin er í París í nóvember. Á hátíðinni eru gerð skil öllu því sem efst er á baugi í samtímaljósmyndun. Einnig eru fortíðinn gerð skil og verk margra eldri meistara […]
Yfirferð á útskriftarverkefnum nemenda

Umfangsmesti áfanginn á síðustu önn náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 er Sjálfstæð verkefnavinna. Markmið áfangans er að nemandi vinni og skili fullbúnu verki á samsýningu nemenda í lok haustannar. Velur nemandi sér leið að lokaverkefni innan ramma skapandi ljósmyndunar og vinnur að verkefninu undir handleiðslu umsjónarkennara áfangans sem er að þessu sinni Katrín […]
Helgi Vignir Bragason – Frákast

Undir lok náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfangna sem nefnist Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu. Claudia Hausfeld leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni. Helgi Vignir Bragason nemandi á Námsbraut […]
Handlitaðar ljósmyndir – margir möguleikar!

Nemendum Ljósmyndaskólans stóð á dögunum til boða stutt valnámskeið þar sem kennt var að handlita ljósmyndir. Ýmsar tilraunir voru gerðar með allskonar eins og sjá má af myndum sem fylgja færslu og andinn fór á flug. Þetta námskeið var eitt af stuttum valmskeiðum sem nemendum skólans gefst kostur á að taka. Á slíkum námskeiðum er […]
Hjördís Eyþórsdóttir sýnir Silfurbúrið í Gallerý Port

Hjördís Eyþórsdóttir sýnir verk sitt Silfurbúrið í Gallerý Port á Laugavegi 32. Sýningin er hluti af fjölbretyttri dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2022 sem nú stendur yfir og stendur hátíðin raunar til loka mars. Sýning Hjördísar stendur til 20. janúar. Hjördís útskifaðist frá Ljósmyndaskólanum í janúar 2020. Útskriftarverk hennar nefndist Put all our treasures together og var […]
Þau eru útskrifuð!

Þann 6. janúar útskrifðuðust 8 nemendur frá Ljósmyndaskólanum Það voru þau: Anna Schlechter, Berglind Ýr Jónasdóttir, Eyrún Haddý Högnadóttir, Gunnhildur Helga Katrínardóttir, Hendrikka Zimsen, Hildur Örlygssdóttir, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir og Viktor Steinar Þorvaldsson. Þessir nemendur luku þar með 150 eininga diplómanámi í skapandi ljósmyndun. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim […]
Umsóknarfrestur framlengdur

Rangar dagsetningar varðandi umsóknarfrest birtust í auglýsingum skólans á samfélagsmiðlum og hefur því verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest um einn mánuð eða til 5. júlí næstkomandi. Boð í viðtöl geta því einnig tafist á meðan verið er að vinna úr umsóknum. Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum en hlökkum til að hitta ykkur sem boðuð […]